top of page

BORHOLULOKAR

Hartmann Valves GmbH hefur framleitt borholuloka sem uppfylla ýtrustu öryggisstaðla og í hæsta gæðaflokki í meira en 75 ár.

Geothermie_Header-1-1920x824.png

HÖNNUN Í SAMVINNU VIÐ SÉRFRÆÐINGA

Það skiptir sköpum fyrir árangur í jarðhitaverkefnum að allir sem að því koma vinni saman. Að tryggja óaðfinnanlegt samstarf milli verkfræðinga, rekstraraðila og framleiðanda, Hartmann veitir faglega ráðgjöf á öllum stigum verkefnisins. Viðskiptavinir og samstarfsaðilar njóta góðs af því að fyrirtækið býr yfir meira en 75 ára reynslu og sérfræðiþekkingu.

 

Við bjóðum upp á ráðgjöf frá fyrstu stigum verkefnisins, sem nær einnig til uppsetningar og viðhalds eða endurnýjunar eftir að rekstur er hafinn. Þetta byrjar með ráðgjöf frá þaulreyndum verkfræðingum sem sjá um söluna, þaðan fer það til hönnunarteymis sem sérhannar lausnina þannig að hún uppfylli kröfur viðskiptavinarins og henti hverjum aðstæðum sem best.

 

Framleiðslan fer fram samkvæmt ýtrustu gæðastöðlum. Við uppsetningu og viðhald er þjónustuteymi til taks allan sólarhringinn.

 

Hartmann hugmyndafræðin snýst um að öll þekking og þjónusta er veitt frá einum stað. Þess vegna er þekking á öllu ferlinu innanhús og mikil áhersla lögð á nána samvinnu allra deilda.  Alla upplýsingar um hvert verkefni er aðgengilegt þannig að þeir sem þjónustuna veita hafa allar upplýsingar við hendina um viðkomandi verkefni þ.m.t. framleiðsluferlið og efnisval sem einfalda rekstraraðilum við að fá vottun á sín verkefni sem „Græn verkefni“

The manufacturing process of Hartmann Wellheads

HÖNNUN HARTMANN BORHOLULOKA

Til að búnaðurinn sé sem öruggust tenging á milli borholunnar og búnaðarins á yfirborði jarðar þarf hann að uppfylla ýtrustu kröfur um öryggi, gæði og endingu.

 

Hönnun sérsniðin að aðstæðum á hverjum stað samkvæmt óskum og kröfum verkkaupa sem að tryggir mesta rennsli og hitastig.  Einstök hönnun borholulokanna tryggir hámarks rekstraröryggi orkuversins.  Borholulokarnir eru búnir gasþéttum kúlulokum sem eru með málmþéttingu milli kúlu og sætis til að tryggja rekstraröryggi og langan endingartíma.

ÞINN ÁVINNINGUR

  • Náið samstarf við alla sem að verkefninu koma

  • Hönnun sérsniðin að aðstæðum á hverjum stað

  • Markmið hönnunar er hagkvæmni til lengri tíma

  • Þrívíddarteikningar og FEM greining

  • Fullkomin skjölun fyrir allt ferlið

ÍHLUTIR BORHOLULOKA

Futterrohr-Bodenflansch-300x300.png
BASE FLANGE
Form-und-Klemmhaenger-300x300.png
SHAPE AND CLAMP HANGERS
Futterrohr-Doppelflansch-300x300.png
CASING DOUBLE FLANGE
Solidblock-300x300.png
SOLIDBLOCKS
Tension-spool-300x300.png
HEAD SPOOL TENSION TYPE
Speed_Lock_and_Clamp-300x300.png
SPECIAL COMPONENTS

TEGUNDIR BORHOLULOKA

API borholulokarnir er sérhannaðir fyrir hvert verkefni.  Þeir eru með gasþéttum málm í málm kúlulokum. Þeir þola hátt hitastig allt að 400 °C (752 °F) og þrýsing allt að 10.000 psi. Hönnun þeirra tryggir hámarks öryggi og hagkvæmni í rekstri.

HELSTU ÞÆTTIR SÉRHÖNNUNAR

  • ESP og LSP hönnun

  • Hannað bæði fyrir framleiðslu og niðurdælingu

  • Samtenging fárra íhluta sem minnkar slitfleti

  • Stýring framleiðslu og niðurdælingar

  • Lárétt eða lóðrétt ESP tenging

  • Viðbótar tengiport (til dæmis fyrir niðurdælingu eða mælingar)

  • Sjálfvirk sveigjanleg “fail-safe”-lokun með rafmagns- vökva- eða gas

Hartmann Valves Geothermal Wellhead 6A Horizontal ESP Plug In
Hartmann Valves Wellhead 6A Vertical ESP Plug In
Hartmann Valves Wellhead 6A Double Barrier Design

LÁRÉTT ESP
PLUG-IN

  • Færri íhlutir - lægra

  • Hagkvæmt í rekstri

  • Fljótleg dæluskipti

  • Einingar hannaðar fyrir ESP

LÓÐRÉTT ESP
PLUG-IN

  • Sérhannað ESP fyrir framleiðslu

  • Er með “Master” ventil með  “fail-safe”lokunarrofa

TVÖFÖLD ÖRYGGIS
HÖNNUN

  • Tvöfaldur kúluloki með tvöföldu öryggi

  • Hannað bæði fyrir framleiðslu og niðurdælingu

FRAMLEIÐSLA HARTMANN BORHOLULOKA

Hartmann borholulokar eru hagkvæm kaup vegna lengri endingar, minni viðhaldskostnaðar og mikils rekstrarörryggis. Til að tryggja gæði framleiðslunnar velur Hartmann birgja sína af kostgæfni og notar eingöngu hráefni í hæðsta gæðaflokki,.  Til að tryggja stuttan afhendingartíma á Hartmann alltaf ákveðið magn hráefna á lager.

FRAMLEITT Í ÞÝSKALANDI

Hartmann þróar, setur saman og  prófar allan búnað í verksmiðjum sínum í Þýskalandi.  Í verksmiðjumunumí Celle og Burgdorf-Ehlershausen er notast við nýjustu tækni í alla þessa þætti. Sem suðuverkstæði viðurkennt samkvæmt DIN EN ISO 3834-2 er öll tengi- og yfirsuðu á allri framleiðslu á kúlulokuum og borholalokum gerð í verksmiðjum Hartmann. Það sem gerir gæfumuninn í allri starfsemi Hartmann allt frá hönnun, þróun til uppsetningar er þekking og fagmennska starfsmanna sem í mörgum tilfellum hafa starfað hjá fyrirtækinu í áratugi. Nákvæm skjölun verkefna og allra íhluta sem notaðir eru í framleiðsluna er einn af þeim styrkleikum sem viðskiptavinir Hartmann njóta góðs af.

100% PRÓFANIR

Til að tryggja fullkominn þéttleika, er hver einasti loki og hver einasti íhlutur prófaður í verksmiðjum Hartmann.  Þetta er gert til að tryggja hámarks gæði og til að uppfylla gæðastaðla og sérstakar kröfur viðskiptavina. Þetta tryggir ekki eingöngu gæði heldur tryggir þetta fullkomin rekjanleika allra hráefna sem notuð voru í framleiðsluna. Mögulegt er að aðlaga bæði gæða- og prófunarferla að kröfum viðskiptavina.  Viðskiptavinir hafa aðgang og upplýsingar um allar prófanir.

UPPSETNING BORHOLULOKA

Þjónustudeild er til taks vegna jarðhitaverkefna hvenær sem er.  Fyrir svo umfangsmikil verkefni eins og uppsetningu eða breytingu á búnaði þá er þjónustudeild alltaf til taks með sérhæfðan búnað til að þjónustunnar. Hönnunarteymi Hartmann er einnig til taks ef þörf krefur. Ef þörf er á sérhæfðum lausnum eins og BPV (Back-Pressure Valves) eða TWCV (Two-Way-Check-Valves) þá er hægt að leigja slíkan búnað frá Hartmann og hægt að setja upp og taka niður þegar þörf krefur.

Reynt og mjög svo hæft þjónustulið Hartmann er þjálfað eftir SCC (Safety Certificate Contractors) staðli, með þekkingu á fyrstu hjálp.  Einnig aðlaga þau sig að þeim öryggisstöðlum sem í gildi eru á hverjum verkstað.  Viðskiptavinir njóta góðs af áralangri reynslu Hartmann af gas- og olíuiðnaðinum sem hefur kennt þeim að nýta þá endurgjöf og lærdóm sem draga má af þeirra verkefnum og bæta á þann hátt þjónustuna við viðskiptavini.

ÞINN ÁVINNINGUR

  • Þjónustudeild opin allan sólarhringinn alla daga

  • Starfmenn með réttindi

  • Hægt að leigja sérhæfðan búnað og verkfæri

  • Greiður aðgangur að varahlutum og þjónustu

  • Mikil þekking á búnaðinum

  • Öll hönnun íhluta miðast að því að hægt sé að skipta út hlutum hratt og auðveldlega.

REKSTUR OG VIÐHALD

Til að lengja líftíma borholuloka og annara loka Hartmann býður upp á eftirlit, upprunalega varahluti ásamt ýmis konar viðhaldi og viðgerðum.  Þjónustulið Hartmann getur einnig séð um að skipta út dælum samhliða annari viðhaldsvinnu.

VARAHLUTIR

Hartmann Valves bjóða eingöngu upp á upprunalega varahluti.  Í hvert sinn sem pantaðir eru varahlutir þá eru viðskiptavinir upplýstir um ef einhver þróun eða uppfærslur á búnaði hafa átt sér stað.  Notkun upprunalegra varahluta tryggir hámarks afköst búnaðarins og lengri líftíma

FYRIRBYGGJANLEGT VIÐHALD

Þar sem að borholulokinn er mjög mikilvægur hlekkur í því að verja borholuna er mælt með að fram fari reglubundar skoðanir á borholulokanum til að tryggja það að allir hlutar lokans séu í fullkomnu ástandi. Ýmsar áskoranir geta komið upp við framleiðsluna sem hafa áhrif á ástand borholulokans.  Regluleg skoðanir sem eru færðar inn í rekjanlegt upplýsingakerfi draga úr slysum og niðurtíma.  Hartmann býður upp á reglulegar skoðanir og þjónustusamninga fyrir skoðanir.

 

Ljóst er að lek einangrun, tenging eða loki getur haft mikil áhrif á reksturinn og getur valdið stór hættu.  Einfalt er að koma í veg fyrir þessar uppákomur með reglulegu eftirliti og góðu utanumhaldi um ástand búnaðarins.

BREYTINGAR OG VIÐHALD

Stærsti hlut af viðhaldsverkefnum eru endurbætur og uppfærsla á búnaði að ósk viðskiptavina sem settur var upp fyrir löngu síðan. Starfsmenn Hartmann hafa séð um að margskonar sérlausnum fyrir núverandi viðskiptavini til dæmis að aðlaga búnað að uppfærslum sem verið er að gera á orkuverum, eða aðlaganir að nýju lagnakerfi þar sem auka þarf öryggi og uppfæra í nýjustu tækni.

Hartmann Valves Wellheads Service
Hartmann Valves Deep Geothermal Wellhead API 6A renewable energy eccentric hanger electric downhole

ANNAR BÚNAÐUR

​LEIGU BÚNAÐUR

​Hægt er að leigja bæði búnað og verkfæri ef farið er í þjónustu á núverandi búnaði. Hartmann býr ekki eingöngu að góðum verkfærum til að setja upp búnað eða viðhalda honum heldur eru þeir einnig tilbúnir í að leysa aðrar áskoranir sem upp geta komið.

Polk ehf.  •  kt.: 570222-0820  •  VSK nr.: 143867

Myndefni: Ágúst Baldursson. Birt með leyfi.

©2025 af Polk ehf. 

bottom of page