STÝRINGAR
Allt fyrir öruggan rekstur aðlagað að þínum þörfum.

ORKUNNI ÞARF AÐ STÝRA
Vatnsafl verður aðeins hagkvæmt og áreiðanlegt þegar vélbúnaðurinn og stýringarnar vinna fullkomlega saman. Hvort sem um er að ræða stýringu eða öryggiskerfi rafstöðvarinnar eða rauntímavöktun óðháð staðsetningu í gegnum snjallsíma eða spjaldtölvu: Með „Water-to-Wire“ lausninni frá Wasserkraft Volk AG ert þú með fulla stjórn á rekstri virkjunnarinnar hvar sem þú ert staðsettur.

SAMA HVERT VIÐFANGSEFNIÐ ER –
VIÐ MUNUM STJÓRNA ÞVÍ
-
Rafstýringar, vökvastýringar eða vélar við stýrum hverflum og lokum á þann hátt að afköst eru hámörkuð.
-
Hraðastýring sér aðlagaðar fyrir samstillingu margra hverfla eða fyrir eyjarekstur, við höfum bestu lausnina fyrir allar uppsetningar. Hið hliðræna (analogue) stjórnkerfi, sem hefur verið þróað í áratugi, hefur þegar sannað sig í mjög flóknum rekstri. PLC stafræna hraðastýringin er aftur á móti einföld og skilvirk lausn fyrir einfaldan rekstur.
-
Mismunandi vatnsaflsvirkjanir krefjast mismunandi stjórnunarmöguleika. Það sem við bjóðum upp á er meðal annars:
-
Vatnshæðarstýring
-
Aflstýring
-
Spennu- og hvarfaflsstýring
-
Sjálfvirk bylgjaaðgerð
-
Og fleira...
-
WASSERKRAFT VOLK AG VÖKVASTÝRING FYRIR HRAÐASTÝRINGU OG FRAMLEIÐSLU INN Á FLUTNINGSKERFIÐ
-
Vökvakerfi fyrir margskonar stýringar, allt frá einfaldri samhæfingu fyrir samhliða rekstur til flókinna kerfa þar sem blandað er saman eyjurekstri og samhliða notkun
-
Hannað til að endast í áratugi í stöðugri notkun - aðeins bestu íhlutirnir eru notaðir
-
Lágþrýst vökvakerfi – endist mjög lengi
-
Orkusparandi hönnun
-
Minnkandi viðhald á orkugeymslunni
-
Wasserkraft Volk AG framleiðir og hannar öll stjórntæki sjálft.


WKV Master – snjallt stýrikerfi
Með WKV Master getur þú fylgst með, stýrt og greint alla virkni í virkjuninni – allsstaðar og alltaf
SJÁLFSTÆÐI
ÞÆGINDI
EFTIRLIT
ÞRÓAÐ
SÉRSNIÐIÐ
ÓHÁÐ STAÐSETNINGU
Aðgangur
Hægt að hafa aðgang að hvar sem er óháð staðsetningu.
Aðgangstýring

Hægt að stýra hverjir hafa aðgang að kerfinu og hvenær.
Miðlægt
Getur stýrt mörgum virkjunum úr einu tæki.
Öruggt
Öryggi kerfisins er mjög mikið og á að hindra óviðkomandi aðila að komast inn . Ef að starfsmenn Wasskraft Volk AG þurfa að aðstoða við rekstur kerfisins er það eingöngu gert á öruggan hátt í gegnum WKV Connector.
ÞÆGINDI
Notendavænt
Skýr framsetning á rauntímagögnum og greiningar. Vel uppsett stjórnborð og stillingar þannig að viðmótið er eins og venjulegt stjórnborð
Viðmót
Kerfið er bæði hægt að nota á tækjum með snertiskjá eins og t.d. með síma eða spjaldtölvu eða bara á tölvu. Kerfið aðlagast þeim skjá sem þú notar.
Greiningar
Skýr myndræn framsetning sem að sýnir stöðu mála og greinir hana. Einfalt að skoða söguleg gögn og ná út úr kerfinu. Þetta gerir úrvinnslu gagna mjög þægilega og einfalda.
Skýrslur
Einfalt að nálgast sérsniðnar skýrslur hannaðar í samráði við viðskiptavininn með þeim upplýsingum og gögnum sem hver og einn kýs að nálgast.
EFTIRLIT
Stutt stop
Með skilaboðakerfi sem lætur vita af vandamálum eru stoppin á rekstrinum lágmörkuð.
Tilkynningar
Tölvupóstar ásamt tilkynningum tryggja að réttir aðilar vita af vandamálum um leið og þau gerast.
Bilanaleit
Greiningartól sem að greinir orsök og afleiðingu auðveldar bilanaleit.
Greining og saga
Allir viðburðir eru skráðir í kerfið. Hægt er setja inn athugsemdir við viðburði þannig að allir sem að rekstrinum koma geta séð hvað er í gangi.
SNJALLT
Sjálfvirkt
Sjálfvirk stjórn á vatnshæð, afli og tíðni.
Aköst
Afköst vélanna eru bestuð með það fyrir augum að reka vélina á sem hagstæðastan hátt og með sem minnstu álagi.
Öryggi
Tryggt er að ekki tapist gögn þrátt fyrir kerfisbilun og og tryggt er að reksturinn sé haldi áfram ótruflaður.
Stuðningur
Fyrirfram ákveðin framleiðsluáætlun stjórnar vélasamstæðunni. Viðhaldsáætlun minnir á alla þjónustu og viðhald sem á að fara fram.
