
WE CREATE TECHNICAL INNOVATIONS FOR THE RELIABLE ENERGY SUPPLY OF TOMORROW
UM HARTMANN VALVES
Hartmann Valves GmbH hafa framleitt kúluloka og borholuloka sem uppfylla ýtrustu öryggisstaðla og í hæsta gæðaflokki í meira en 75 ár. Búnaðurinn á rætur sínar að rekja til olíu- og gasiðnaðarins og er gerður til að endast lengi við erfiðistu aðstæður.
Hartmann hefur nýtt þessa þekkingu og reynslu við þróun og framleiðslu á lokum fyrir borun eftir heitu vatni og nýtingu þess. Þróun loka til notkunar við jarðvarmavinnslu og og framleiðslu hófst árið 1978 og í dag er fyrirtækið leiðandi í framleiðslu á borholulokum og hafa framleitt borholuloka fyrir fjölmörg verkefni um allan heim.
HÖNNUN Í SAMVINNU VIÐ SÉRFRÆÐINGA
Hartmann hefur á 75 árum öðlast reynslu og þekkingu um þróun og framleiðslu á lokum fyrir borun eftir heitu vatni og nýtingu þess. Þróun loka til notkunar við jarðvarmavinnslu og framleiðslu hófst árið 1978 og í dag er fyrirtækið leiðandi í framleiðslu á borholulokum og hafa framleitt borholuloka fyrir fjölmörg verkefni um heim allan.
Hver borholuloki er sérhannaður fyrir þær aðstæður sem eru á hverjum stað sem tryggir að holunni er lokað á öruggan hátt, jafnvel við mjög krefjandi aðstæður. Að nota málm-í-málm kúluloka tryggir langan endingartíma og lítið viðhald.
Þeir þættir sem tryggja góða útkomu í hverju verkefni er ekki bara notkun gæða hráefna heldur einnig gott samstarf framleiðandans, verkfræðinga og rekstraraðila. Af þeirri einföldu ástæðu er mikilvægt að eiga í góðu samstarfi við verkkaupann á öllum stigum allt frá frumhönnun til uppsetningar á verkstað. Einnig að fylgja eftir öllu viðhaldi og uppfærslum á búnaði.
Hartmann stendur fyrir gæði í hæsta flokki hannað og framleitt í Þýskalandi. Öll hönnun, samsetning og prófanir fara fram í verksmiðjum þeirra í Celle og Burgdorf-Ehlershausen. Fyrirtækið er fjölskyldufyrirtæki sem hefur vaxið og dafnað og orðið að alþjóðlegu fyrirtæki með 200 starfsmenn með starfsemi víða um heiminn. Fyrirtækinu er nú stýrt af þriðju kynslóð stofnenda.
Hartmann er vottað fyrir API 6A, API 6D, API 7-1 búnað og ATEX.tt
