HVERFLAR
WKV Hverflar. Afkafstamiklir og áreiðanlegir

TEKJUR FRÁ FYRSTA SNÚNINGI
Það sem gerir túrbínutækni frá WKV einstaka er sveigjanleiki hennar. Við getum smíðað og afhent réttu lausnina fyrir nánast hvaða aðstæður sem eru, fyrir hvaða vatnsmagn sem er og nánast hvaða vatnshæð sem er. Við erum líka sérfræðingar í sérsmíði. Við erum sérfræðingar í að koma þungum hlutum og traustri tækni á afskektustu staði. Láttu okkur leysa vandamálin og við tryggjum stöðugar tekjur með traustum búnaði og yfirburða tækni.
ÞÚ ERT MEÐ VATNIÐ, WKV ÚTVEGAR RÉTTA HVERFILINN
Tæknin er okkar styrkur og ástríða. Hún er lykillinn að framleiðslu á hreinni orku.
Byggt á þeim áskorunum sem fyrir liggja, við greinum, hönnum og afhendum réttu lausnina með því að velja eina af fimm eftirfarandi hverflagerðum:


PELTON HVERFILL
Sterkur, afkastamikill og nánast ódrepandi hverfill fyrir mikla fallhæð og mikla breytingu í rennsli. Vinnur vel bæði á takmörkuðum afköstum og einnig á fullum afköstum, jafnvel þar sem vatn er frekar óhreint. Pelton hverflar eru hannaðir fyrir fyrir fallhæð frá 60 metrum og upp í 1.500 metra með afköst allt að 35 MW.