top of page

WATER-TO-WIRE

Wasserkraft Volk AG býður upp á heildarlausnir fyrir vatnsaflsvirkjanir. Fyrirtækið hannar, skipuleggur og framleiðir í verksmiðjum sínum í Þýskalandi allt sem þarf til að breyta krafti vatns í hreina raforku. Fjárfesting í vistvænni framtíð getur ekki verið auðveldari.

Water to wire.jpg

HAGKVÆMNI – HEILDARLAUSN Á EINUM STAÐ

Viðskiptavinurinn þarf eingöngu að reisa húsnæðið fyrir orkuverið.  Wasserkraft Volk AG sér um allt sem þarf inn í húsið. Water-to-Wire þýðir: Wasserkraft Volk AG hannar, skipuleggur, og framleiðir undir einu þaki í verksmiðjum sínum í Þýskalandi allt sem þarf til að umbreyta krafti vatns á þeim stað sem þú velur í hreina raforku, til eigin nota eða til að selja inn á raforkukerfið. Fjárfesting í vistvænni framtíð getur ekki verið auðveldari.

ALLT INNIFALIÐ - ÞINN ÁVINNINGUR

Wasserkraft Volk AG er eini framleiðandinn í heiminum sem hannar virkjanir, smíðar hverfla, afkastamikla rafala ásamt öllum nauðsynlegum stjórnbúnaði allt undir einu þaki í verksmiðjum þeirra í Þýskalandi.

 

Fullkomlega óháð, hvort sem þú vilt byggja litla vatnsaflsstöð sem skilar kW eða stærri stöð sem skilar MW: Þú færð aðgang að einum tengilið sem getur svarað öllum tæknilegum spurningum. 

 

Þjónustu okkar lýkur ekki við gangsetningu. Að sjálfsögðu aðstoðum við þig líka við að reka virkjunina á öruggan, áreiðanlegan og hagkvæman hátt. Ekki aðeins á ábyrgðartímanum, við erum til staðar allan líftíma búnaðarins, sem getur enst í tugi ára. 

 

Við höldum nákvæmar skrár um hverja virkjun þar sem að allar upplýsingar eru geymdar og eru auðveldlega aðgengilegar.

Picture3_edited.jpg

Polk ehf.  •  kt.: 570222-0820  •  VSK nr.: 143867

Myndefni: Ágúst Baldursson. Birt með leyfi.

©2025 af Polk ehf. 

bottom of page